fimmtudagur, júní 07, 2007

2 góðir fiskréttir
Uppskriftirnar eru fengnar frá Ólöfu Björnsdóttur, þjálfara í líkamsræktarstöðinni Hress í Hfj. Ég er búin að prófa þær báðar og mæli með þeim.

Pönnufiskur með spergilkáli og tómötum

600 gr roðlaus fiskur
1 dós tómatar
1 laukur, saxaður
10 sveppir, sneiddir
1 haus spergilkál, brytjað niður
salt og pipar
1 msk fersk steinselja
basilika
1 gerlaus grænmetisteningur
sítrónusafi

Fiskur skorin í bita og kryddaður með salti og pipar. Dreypa sítrónusafa yfir og geyma aðeins. Léttsteikja grænmetið í 1 msk af olíu. Tómatdós og basilika út í og blanda saman. Láta krauma í 2 mín. Fiskbitum raðað ofan á og steinselju stráð yfir. Lokið á og gufusoðið. Gott með brúnum hrísgrjónum.

Fiskpottur Gullu gellu

2 laukar
2-3 epli
2 tsk. hot madras karrý (ég átti það ekki en notaði karrý og smá chilli)
1-2 flök af fiski
salt og pipar
fiskikrydd frá pottagöldrum

Laukar og epli rifin niður í matvinnsluvél eða á rifjárni (eða bara saxað niður eins og ég gerði). Hitað í smá olíu á pönnu og kryddað með karrý. Fiskbitar kryddaðir með salti, pipar og fiskikryddi. Fiskbitum raðað ofan á maukið á pönnunni, lokið sett á og gufusoðið í nokkrar mínútur. Einfalt og gott. Kartöflur og kál með.

Þar sem ég bý ekki svo vel að eiga pönnu með loki hef ég smellt réttunum í eldföstu móti inn í ofn og sett álpappír yfir.
Eplakökuuppskrift
Þessi er sett inn sérstaklega fyrir hina upprunalegu og einu og sönnu Binnu ;o)
125 g hveiti
125 g sykur
125 g smjörlíki
4-5 epli (Jonagold t.d.)
kanelsykur
súkkulaðirúsínur
salthnetur
rjómi eða ís
Vinna saman hveiti, sykur og smjörlíki. Brytja eplin í eldfast mót og dreifa súkkulaðirúsínum og hnetum yfir. Dreifa deiginu svo yfir allt heila klabbið og kanil þar yfir. Baka við 180°c þar til tilbúið....