Ostapizza
Ég ætla nú svo sem ekkert að gefa uppskrift að þessu sinni, ekki þannig séð. En við skötuhjúin gæddum okkur á gómsætri ostapizzu à la mama um síðustu helgi og fengum okkur að sjálfsögðu rauðvín með :oP Við hnoðuðum bara saman okkar venjulega pizzubotn og settum á hann pizzasósu og osta eftir smekk. Við notuðum piparost, fetaost (í vatni), rjómaost, hvítan kastala og svo rifinn ost ofan á allt saman. Við erum hvorug hrifin af svona grænmygluostum en þeir þykja víst lostæti á svona pizzur.... Síðan var pizzan borðuð með sultu eins og venja er þegar ostapizzur eiga í hlut. En til að toppa þetta allt saman bættum við við hvítlauksolíu og klettasalati(ruccola)! Það setti sko algjörlega punktinn yfir i-ið.
Salat ofan á pizzu hljómar nú ekkert sérlega vel en klettasalat passar ótrúlega vel með hvaða pizzu sem er. Við smökkuðum svona fyrst úti í Köben og þá var pizzan með ferskum mozzarella, cherrytómötum, hráskinku og klettasalati *sleeeeef* og svipaða pizzu fengum við okkur líka í Þýskalandi. Þannig að þetta er greinilega hipp og kúl í úglandinu...................
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home