sunnudagur, nóvember 13, 2005

Fylltar kjúllabringur

Kjúklingabringur eru ótrúlega skemmtilegt hráefni til matargerðar því þær bjóða upp á svo marga möguleika. Á sumrin borðar maður þær þurrar af grillinu (það þarf nú að steikja þær í gegn...) og lætur sig hafa það en hvað ef maður vill hafa þær djúsí og safaríkar? Þá er gott að setja þær í sósu í ofninum eða fylla þær af e-u gómsætu!

4 kjúklingabringur

Fylling:
100 gr fetaostur (stappaður)
100 gr rjómaostur
grænar ólífur eftir smekk (saxaðar)
2 hvítlauksrif (söxuð)
grófmalaður svartur pipar

Ofan á:
chilli sósa frá heinz

Byrjið á því að blanda fyllinguna. Gerið síðan holu langsum í bringurnar og troðið eins mikið af fyllingu inn og hægt er. Setjið bringurnar í eldfast mót og restina af fyllingunni með. Penslið chilli sósu ríflega yfir allt saman. Bakið í ofni við 180-200 gráður í 30-40 mín. Gott með kartöflum (örugglega hrísgrjónum líka) og salati. Verði ykkur að góðu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home