mánudagur, mars 06, 2006

Nammi namm!

Ég gerði geggjaðan kjúklingarétt í gær, svo góðan að ég ætlaði bara aldrei að hætta að borða. Hafði oft heyrt uppskriftina en aldrei prófað hana sjálf. Googlaði hana svo bara í gær og volá:
4 kjúklingabringur
3 dl Hunts tómatsósa (bara þessi venjulega)
1 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
1 msk karrý
4 dl matreiðslurjómi (eða venjulegur ef þið viljið)
Blandið saman tómatsósu, salti, pipar og karrýi og hellið yfir bringurnar í eldföstu móti. Bakið við 200°c í 20 mín. Hellið þá rjómanum yfir og bakið áfram í a.m.k. 20 mín í viðbót. Einfaldara gæti það ekki verið.
Gott með t.d. hrísgrjónum og salati. Örugglega líka geggjað að hafa hvítlauksbrauð eða nan brauð.