fimmtudagur, janúar 26, 2006

Sætsterkur fiskréttur

600 gr roðflett ýsuflök
salt (herbamere) og pipar
cashew hnetur

Sósa:
1-1 ½ dl mango chutney
½ grænt/gult epli
1 cm rautt chilli
1 hvítlauksrif
½ -1 msk japönsk sojasósa
1-2 msk vatn

Skerið fiskinn í mátulega bita, kryddið og steikið á pönnu örskamma stund (bara rétt til að loka). Setjið í eldfast mót.
Saxið epli, chilli og hvítlauk smátt og setjið ásamt mango chutney, sojasósu og vatni í lítinn pott og hitið saman. Hellið svo yfir fiskinn í mótinu. Dreifið cashew hnetum yfir eftir smekk. Bakið í ofni í c.a. 15 mínútur.
Berið fram með kartöflum, hrísgrjónum eða hvítlauksbrauði og djúsí fersku salati. Namm namm….