sunnudagur, nóvember 13, 2005

Fylltar kjúllabringur

Kjúklingabringur eru ótrúlega skemmtilegt hráefni til matargerðar því þær bjóða upp á svo marga möguleika. Á sumrin borðar maður þær þurrar af grillinu (það þarf nú að steikja þær í gegn...) og lætur sig hafa það en hvað ef maður vill hafa þær djúsí og safaríkar? Þá er gott að setja þær í sósu í ofninum eða fylla þær af e-u gómsætu!

4 kjúklingabringur

Fylling:
100 gr fetaostur (stappaður)
100 gr rjómaostur
grænar ólífur eftir smekk (saxaðar)
2 hvítlauksrif (söxuð)
grófmalaður svartur pipar

Ofan á:
chilli sósa frá heinz

Byrjið á því að blanda fyllinguna. Gerið síðan holu langsum í bringurnar og troðið eins mikið af fyllingu inn og hægt er. Setjið bringurnar í eldfast mót og restina af fyllingunni með. Penslið chilli sósu ríflega yfir allt saman. Bakið í ofni við 180-200 gráður í 30-40 mín. Gott með kartöflum (örugglega hrísgrjónum líka) og salati. Verði ykkur að góðu.

Ostapizza

Ég ætla nú svo sem ekkert að gefa uppskrift að þessu sinni, ekki þannig séð. En við skötuhjúin gæddum okkur á gómsætri ostapizzu à la mama um síðustu helgi og fengum okkur að sjálfsögðu rauðvín með :oP Við hnoðuðum bara saman okkar venjulega pizzubotn og settum á hann pizzasósu og osta eftir smekk. Við notuðum piparost, fetaost (í vatni), rjómaost, hvítan kastala og svo rifinn ost ofan á allt saman. Við erum hvorug hrifin af svona grænmygluostum en þeir þykja víst lostæti á svona pizzur.... Síðan var pizzan borðuð með sultu eins og venja er þegar ostapizzur eiga í hlut. En til að toppa þetta allt saman bættum við við hvítlauksolíu og klettasalati(ruccola)! Það setti sko algjörlega punktinn yfir i-ið.
Salat ofan á pizzu hljómar nú ekkert sérlega vel en klettasalat passar ótrúlega vel með hvaða pizzu sem er. Við smökkuðum svona fyrst úti í Köben og þá var pizzan með ferskum mozzarella, cherrytómötum, hráskinku og klettasalati *sleeeeef* og svipaða pizzu fengum við okkur líka í Þýskalandi. Þannig að þetta er greinilega hipp og kúl í úglandinu...................