fimmtudagur, júní 07, 2007

Eplakökuuppskrift
Þessi er sett inn sérstaklega fyrir hina upprunalegu og einu og sönnu Binnu ;o)
125 g hveiti
125 g sykur
125 g smjörlíki
4-5 epli (Jonagold t.d.)
kanelsykur
súkkulaðirúsínur
salthnetur
rjómi eða ís
Vinna saman hveiti, sykur og smjörlíki. Brytja eplin í eldfast mót og dreifa súkkulaðirúsínum og hnetum yfir. Dreifa deiginu svo yfir allt heila klabbið og kanil þar yfir. Baka við 180°c þar til tilbúið....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir þetta....nú verður eplakaka í öll mál hjá mér :Þ

9:05 f.h.  
Blogger Ester said...

haha, um að gera!

9:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home