miðvikudagur, október 05, 2005

Kjúklingasalat

2 kjúllabringur skornar í mátulega munnbita og hjúpaðar í eftirfarandi kryddlegi:

c.a. 1 dl mangó chutney
2 tsk mild madras karrý
smá chilli krydd eða ferskt chilli ef vill
smá olía
smá vatn

Innihaldsefnunum er hrært saman og olían og vatnið notað til að þynna löginn. Eftir að kjúklingnum hefur verið blandað saman við er þetta látið standa smá í ísskáp. Þetta er síðan steikt á pönnu.
Á meðan kjúllinn er í ísskápnum er gott að gera salatið. Mér er svosem sama hvað þið notið í ykkar salat en mér finnst best að nota rucola salat, nóg af tómötum, gúrku, papriku, fetaost (í vatni), ristuð sólblómafræ og síðast en alls ekki síst ristaðar cashaw hnetur. Nammi namm. Svo er auðvitað snilld að bæta við melónubitum eða jarðarberjum.
Svo er steikta kjúllanum bara bætt ofan á salatið og herlegheitin borðuð með bestu lyst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home