Bananakarrýkjöt
Nafnið á þessari hljómar ekkert sérlega vel en þetta bragðast ótrúlega vel. Ég lofa. Ég hef ekki eldað þetta sjálf ennþá en fékk þetta í matarboði og varð að setja þetta hér inn. Enda skemmtilega öðruvísi réttur.
4 kjúllabringur (eða 2 svínalundir...)
3 bananar
500 ml matreiðslurjómi
karrý
salvia= sage
salt
pipar
Skerðu kjötið í 3 cm sneiðar (...) og steiktu það upp úr smjöri í 2-3 mín á hvorri hlið. Settu það svo í eldfast mót með frekar háum köntum. Settu hálfan bolla af vatni á pönnuna til þess að leysa upp góða bragðið, láttu sjóða niður þar til 1-2 msk eru eftir og helltu því yfir kjötið. Helmingaðu bananana og kljúfðu eftir endilöngu. Settu nú smjör á pönnuna (óþarfi að þrífa á milli...), smelltu bönunununununum þar á og brúnaðu þá. Þeim er síðan raðað ofan á kjötið í eldfasta mótinu, allt saman kryddað með svörtum pipar, 1 tsk af salti og 2 tsk af salviu. 1 msk af karrýi er blandað útí matreiðslurjómann og blöndunni hellt yfir kjötið og bananana í eldfasta mótinu. Þetta er svo sett í 180°c heitan ofn og bakað í 25-30 mín. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum, mangó chutney, kókosmjöli, salthnetum og rúsínum (þetta extra meðlæti er borið fram í sér skálum hvert fyrir sig og mér finnst það algjörlega ómissandi). Bon apetit.
4 kjúllabringur (eða 2 svínalundir...)
3 bananar
500 ml matreiðslurjómi
karrý
salvia= sage
salt
pipar
Skerðu kjötið í 3 cm sneiðar (...) og steiktu það upp úr smjöri í 2-3 mín á hvorri hlið. Settu það svo í eldfast mót með frekar háum köntum. Settu hálfan bolla af vatni á pönnuna til þess að leysa upp góða bragðið, láttu sjóða niður þar til 1-2 msk eru eftir og helltu því yfir kjötið. Helmingaðu bananana og kljúfðu eftir endilöngu. Settu nú smjör á pönnuna (óþarfi að þrífa á milli...), smelltu bönunununununum þar á og brúnaðu þá. Þeim er síðan raðað ofan á kjötið í eldfasta mótinu, allt saman kryddað með svörtum pipar, 1 tsk af salti og 2 tsk af salviu. 1 msk af karrýi er blandað útí matreiðslurjómann og blöndunni hellt yfir kjötið og bananana í eldfasta mótinu. Þetta er svo sett í 180°c heitan ofn og bakað í 25-30 mín. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum, mangó chutney, kókosmjöli, salthnetum og rúsínum (þetta extra meðlæti er borið fram í sér skálum hvert fyrir sig og mér finnst það algjörlega ómissandi). Bon apetit.
2 Comments:
jammmmííííííí........ vona að MÍ stúlkum verði boðið upp á þessa kræsingu :)
jæja, nú er ég búin að elda þetta 2x og þetta heppnaðist mjööööög vel :oP
Skrifa ummæli
<< Home